Barnaheill – Save the children á Íslandi („Barnaheill“) hafa einsett sér að tryggja trúnað, áreiðanleika og tiltækileika persónuupplýsinga í hvívetna.
Í persónuverndarstefnu þessari er því lýst hvernig samtökin vinna með persónuupplýsingar. Öll vinnsla Barnaheilla fer fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).
Barnaheill safna í flestum tilvikum persónuupplýsingum frá þeim aðila sem persónuupplýsingar varða. Í ákveðnum tilvikum safna samtökin persónuupplýsingum frá þriðja aðila og reyna samtökin eftir fremsta megni að upplýsa viðkomandi um það. Í þeim tilvikum að um ólögráða einstaklinga er að ræða er upplýsinga aflað að meginstefnu til frá forráðamönnum þeirra.
Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar gætir starfsfólk Barnaheilla þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt.
Á vefnum barnaheill.is er engum persónugreinanlegum gögnum safnað sjálfkrafa um notkun og notendur. En notaðar eru vafrakökur til að mæla umferð um vefinn og fyrir deilingu á samfélagsmiðlum. Þær upplýsingar sem mælingar byggjast á eru ekki persónugreinanlegar. Þú getur eytt eða lokað á kökur í vafranum þínum viljir þú ekki hafa þær virkar en það kann að hafa áhrif á virkni vefsins.
Hýsing vefsins og gagna sem þar eru vistuð er hjá innlendum hýsingarðila sem notar vottaðar öryggisvarnir. Notast er við þjónustu Borgunar við greiðslukortanotkun á vefnum.
Hér má lesa persónuverndarstefnu Barnaheilla í heild sinni
Ef spurningar vakna eða notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri má hafa samband í gegnum netfangið barnaheill@barnaheill.is.