Hvað erum við?
Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children eru elstu og stærstu barnaréttindarsamtök heims. Um allan heim leggjum við okkur fram um að tryggja að hvert barn sé öruggt, heilbrigt, fái menntun og hlakki til að eiga góða framtíð. Barnaheill – Save the Children hafa verndað réttindi barna allt frá því stofnandi okkar, Eglantyne Jebb, samdi yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna árið 1923.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna stolt með börnum, samfélögum þeirra og samstarfsaðilum okkar hér á Íslandi og um allan heim í að vernda og bæta réttindi barna.
Sama hvar þú fæðist í heiminum þá áttu alltaf rétt á öruggri og góðri barnæsku
hvað gerum við?
Við störfum í afskekktum þorpum í fátækum ríkjum. Við störfum á átaka- og hamfarasvæðum. Við störfum á Íslandi. Við störfum allstaðar að velferð og réttindum barna. Mikilvægt er að raddir barna heyrist og að þau séu meðvituð hvað þau þurfa til þess að vera heilbrigð og örugg.
Við hlustum á reynslu þeirra, innsýn og hugmyndir. Saman vinnum við hönd í hönd að því að aðlaga og skapa lausnir fyrir börn sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, nú og í framtíðinni.