Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13–25 ára. Hlutverk ungmennaráðsins er að hvetja ungt fólk til þátttöku, hafa áhrif á samfélagið og berjast fyrir mannréttindum barna.  Óformlegur skóli er góð lýsing fyrir ráðið. Með því að starfa með ráðinu bjóðast alls kyns tækifæri, eins og að tala opinberlega, skipuleggja viðburði, taka þátt í alþjóðlegu starfi og hafa áhrif.

Stjórn ungmennaráðs Barnaheilla 2023-2025:

Aníta Sóley Scheving- Formaður
Nína Sólveig Svavarsdóttir- Varaformaður
Andrea Jónsdóttir- Gjaldkeri
Elsa Margrét Scheving- Margmiðlunarstjóri
Elísabet María Hákonardóttir- Meðstjórnandi
Indriði Nökkvi- Meðstjórnandi
Lilja Hrafnsdóttir- Meðstjórnandi
Katrín Anna Kristjánsdóttir- Áheyrnarfulltrúi

Markmið

Raddir ungs fólks eru jafn mikilvægar og raddir þeirra sem eldri eru. Samfélagið þarf á þátttölu ungs fólks að halda. Maður þarf ekki að vera fullorðinn til að láta í sér heyra. Við erum framtíðin, við erum núna!

Stefna Ungheilla er:

Hvetja ungt fólk til þátttöku

Auka og tryggja lýðræði barna og ungmenna

Hafa áhrif á samfélagið sitt

Berjast fyrir mannréttindum barna

Vekja athygli á loftslagsvánni

Fyrir hverja?

Ungheill er opið fyrir öll á aldrinum 13-25 ára sem vilja láta skoðanir sínar og hugmyndir heyrast. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu eru hvattir til að senda tölvupóst á ungmennarad@barnaheill.is . Tveggja ára fresti er kosið í stjórn Ungheilla. Stjórnin tekur ákvarðanir um verkefni og hlutverk ungmennaráðsins.

Verkefni Ungheilla eru:

Lagaumsagnir

Fatasöfnun fyrir börn sem eiga ekki tök á að eignast föt með öðrum hætti

Jólagjafasöfnun

Utanlandsferðir

Samvinna við skrifstofu Barnaheilla með ýmis verkefni

Fræðslur

Loftslagsverkfall

Fundir og verkefni

 

 Ungmennaráð fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúi Ungmennaráðs situr sem áheyrnarfulltrúi á stjórnarfundum Barnaheilla. Verkefni eru margvísleg og er ákvörðunarvaldið hjá Ungmennaráðinu.

 

Dæmi um verkefni sem hafa verið og gætu verið

Jólagjafasöfnun
Lagaumsagnir
Samfélagsleg verkefni er snúa að réttindum barna og ungmenna
Blaðagreinar
Fatasöfnun fyrir börn sem ekki hafa tök á að eignast föt með öðrum hætti 

Einnig tökum við þátt í erlendu samstarfi. Ungmennaráð eiga stundum þess kost að taka þátt í verkefnum með ungmennum víðsvegar um heim. Oft er þá um að ræða ungmennaskipti, það er að segja ungmenni frá Íslandi fara erlendis og taka svo á móti ungmennum til landsins sem verið er að vinna að verkefnum með.

Vertu með, láttu í þér heyra og gerðu jörðina að betri stað fyrir börn og ungt fólk. Sæktu um á ungmennarad@barnaheill.is.

Verið öll velkomin!

Við erum líka á Facebook: www.facebook.com/ungmennaradbarnaheilla

Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á í samstarfi við ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráðs Unicef.