Jeremy Bentham
Jeremy Bentham (15. febrúar 1748 – 6. júní 1832) var enskur lögfræðingur, heimspekingur, umbótamaður og afkastamikill rithöfundur. Faðir hans og föðurfaðir voru lögfræðingar og lögmenn (og gott ef ekki dómarar) og hann fór þessa sömu leið í menntun sinni en starfaði þó lítið sem ekkert við það þar sem hann tók stóran arf ungur og vann nær ekkert á sinni æfi. Hann var róttækur hugsuður og frumkvöðull í réttarheimspeki í hinum enskumælandi heimi. Hann er þekktastur fyrir að vera málsvari nytjastefnu í siðfræði.
Jeremy Bentham | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 15. febrúar 1748 (í London á Englandi) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Nýaldarheimspeki, Heimspeki 18. aldar/ Heimspeki 19. aldar |
Skóli/hefð | Nytjastefna |
Helstu ritverk | Introduction to Principles of Morals and Legislation (1780); Discourse on Civil and Penal Legislation (1802) |
Helstu kenningar | Introduction to Principles of Morals and Legislation (1780); Discourse on Civil and Penal Legislation (1802) |
Helstu viðfangsefni | stjórnspeki, siðfræði, réttarheimspeki |
Bentham var nokkuð áhrifamikill hugsuður, bæði vegna eigin skrifa og ekki síður í gegnum skrif nemenda og fylgjenda sinna víða um heim. Meðal þeirra var James Mill, en sonur hans, John Stuart Mill, er frægasti málsvari nytjastefnu í siðfræði; og Robert Owen, sem varð síðar upphafsmaður sósíalisma).
Bentham studdi persónufrelsi einstaklinga og athafnafrelsi og frjálst hagkerfi. Hann var einnig hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, studdi málfrelsi, jafnrétti kynjanna, réttindi dýra, afnám þrælahalds og líkamsrefsinga (einnig í uppeldi barna), réttinn til skilnaðar, frjálsa verslun og viðurkenningu samkynhneigðar. Hann reit ennfremur grein gegn skattlagningu fjármagnstekna en hvort hans persónulega staða hafi þar haft hliðrun á dóm hans skal ósagt látið.
Menntun
breytaSkólaganga Bentham hófst í Westminister, þar lýsti hann skólanum sem lélegum stað fyrir kennslu. Næst hóf hann nám við Oxford 12 ára að aldri og útskrifaðist þaðan þremur árum síðar, hann sagði að Oxford væri miðstöð fordóma,forrétinda og iðjuleysis. Að loknu námi í Oxford sótt hann dómstólinn King's Bench í Westminster Hall sem hluta af undirbúningi hans fyrir lögfræði feril. Árið 1769 tók hann embættispróf í lögfræði en lögfræði ferill Bentham stóð aðeins yfir í stuttan tíma því sama ár uppgötvaði hann lögmál nytjanna sem segja má að hann hafi gert að sínu ævi starfi.[1][2]
University College London
breytaHann hefur oft verið bendlaður við að vera einn stofnenda UCL eða University College London, en deilt hefur verið um aðkomu hans að stofnun skólans. Sumir stofnenda skólans James Mill og Henry Brougham hafa notast við hugmyndafræði Benthams við stofnun skólans, þar má nefna skoðun Bentham´s um að menntun eigi að vera aðgengilegri fyrir fólk óháð kyni, lit eða stöðu innan samfélagsins, þar sem UCL var fyrsti Breski háskólin til þess að hleypa öllum hópum að.[3]
Beinagrind Jeremy Bentham´s er varðveitt í byggingu UCL, beinagrindin er klædd upp í fötum af honum og ber vax eftirlíkingu af andliti hans. Minnisvarðan er að finna í suðurhluta aðalbyggingar háskólans, en varðveitingin var að hans ósk.[3]
Framlög til hagfræðinnar
breytaNytjar
breytaHann gaf nafnlaust út bókina Ófullgerð stjórnmál (e. A Fragment on Government) 1776. Þar sem hann skrifaði "it is the greatest happiness of the greatest number that is the measure of right and wrong". Þó að margir hafa dregið í efa að Bentham skrifaði þessi orð í gegnum tíðina, telja margir hann faðir nytjastefnunnar en hann skrifaði um að val einstaklinga sé rétt ef að það ylli hamingju en rangt ef það ylli eymd.[4][5]
Í þessum skrifum hans var ein af upphafs hugsunum um hvernig við getum flokkað nytjar eftir hinum ýmsu mælikvörðum og kemur með að vera mikið verk fyrir framtíða hagfræðinga. En kenningar um val einstaklinga á nytjum, velferðar hámörkun og aðrar nytja kenningar eiga að hluta til rætur sínar að rekja í hugmyndir hans um hvernig hamingja og eymd eru mælikvarðar á réttmæti.[6]
Í grein Bentham frá árinu 1829 um nytjahyggju benti Bentham á tvær bætingar á skilningi sínum á nytjalögmálinu (e. utility principle) það voru “reglan um að koma í veg fyrir vonbrigði reglan” og “mesta hamingju reglan”.
Í huga Bentham var óhamingjan sem varð til við missa eitthvað hafði meiri áhrif á einstakling heldur en hamingjan sem skapast af því að einhver græðir það sama. Að öðru óbreyttu mun minnkun á nytsemi hjá einum einstakling vegna þjófnaðar hafa meiri áhrif á hamingju hans en ávinningur af nytsemi hjá öðrum einstakling myndi hann vinna lotto af sömu peningalegu verðmætum. Bentham tók þó fram að ef sá sem tapar er ríkur einstaklingur eða sá sem græðir fátækur maður gildir þetta ekki. Almennt séð er þetta ástæðan afhverju Bentham gaf verndun eignarréttar samkvæmt lögum meiri forgang. [1]
Tengill
breyta- ↑ 1,0 1,1 Crimmins, James E. (2024), Zalta, Edward N.; Nodelman, Uri (ritstjórar), „Jeremy Bentham“, The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Fall 2024. útgáfa), Metaphysics Research Lab, Stanford University, sótt 8. september 2024
- ↑ „Bentham, Jeremy | Internet Encyclopedia of Philosophy“ (bandarísk enska). Sótt 8. september 2024.
- ↑ 3,0 3,1 „UCL Bentham Project“. web.archive.org. 1. janúar 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2007. Sótt 8. september 2024.
- ↑ Crimmins, James E. (2024), Zalta, Edward N.; Nodelman, Uri (ritstjórar), „Jeremy Bentham“, The Stanford Encyclopedia of Philosophy (Fall 2024. útgáfa), Metaphysics Research Lab, Stanford University, sótt 8. september 2024
- ↑ Faccarello, Gilbert; Kurz, Heinz D., ritstjórar (29. júlí 2016). Handbook on the History of Economic Analysis Volume II. Edward Elgar Publishing. ISBN 978-1-78536-736-6.
- ↑ Spiegel, Henry William (1991). The Growth of Economic Thought (enska). Duke University Press. ISBN 978-0-8223-0973-4.