Fara í innihald

Portsmouth F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 5. desember 2023 kl. 14:33 eftir Stefsva (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. desember 2023 kl. 14:33 eftir Stefsva (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Portsmouth Football Club
Fullt nafn Portsmouth Football Club
Gælunafn/nöfn Pompey eða The Blues
Stytt nafn Portsmouth
Stofnað 1898
Leikvöllur Fratton Park
Stærð 20.688
Knattspyrnustjóri John Mousinho
Deild League One (D3)
2018/2019 4.
Heimabúningur
Útibúningur

Portsmouth FC er knattspyrnulið í Ensku fyrstu deildinni frá samnefndri borg Portsmouth.

Rígurinn við Southampton F.C.

[breyta | breyta frumkóða]

Portsmouth á í langvinnum ríg við Southampton og er leikur liðanna kallaður The South Coast Derby eða nágrannaslagurinn á suðurströndinni. Liðin eru ekki lengur í sömu deild og spila því sjaldan hvort við annað. Síðan á 2. áratug 21. aldar hefur Portsmouth verið í neðri deildum á meðan Southampton spilar í efstu eða næstefstu deild.

Rígurinn byggist á því að heimavellir liðanna eru nálægt hvor öðrum. Liðin hafa aðeins mæst 71 sinni og hefur Southampton unnið 35 af þeim viðureignum. Rígur milli liðanna er sögulegur og á uppruna sinn í ríg á milli íbúa borganna sem hefur yfirfærst á knattspyrnuliðin. Fyrsti leikur liðanna átti sér stað á Fratton Park heimavelli Portsmouth þann 6. september árið 1899. Portsmouth sigraði leikinn 2-0.

Tenging við Ísland

[breyta | breyta frumkóða]

Hermann Hreiðarsson spilaði með Portsmouth á árunum 2007-2012 og vann meðal annars ensku bikarkeppnina með liðinu.