Fara í innihald

Gotneska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gotneska
Heimshluti Ítalíuskaginn, Íberíuskaginn, annarsstaðar í Evrópu
Fjöldi málhafa útdautt
Ætt Indó-evrópskt

 Germanskt
  Austurgermanskt
   Gotneska

Skrifletur Gotneska stafrófið
Tungumálakóðar
ISO 639-1 got
ISO 639-2 got
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Gotneska er útdautt austur-germanskt tungumál sem Gotar töluðu. Gotneska er aðallega þekkt af biblíuþýðingu Wulfila. Er elsta handritið af því, svonefnd Silfurbiblía eða Codex Argenteus, varðveitt í háskólabókasafninu í Uppsölum. Það handrit er skrifað á 6. öld, en textinn sjálfur er frá 4. öld. Ritmál Gota var sett saman af Wulfila, sem þýddi Biblíuna á það, og byggist það á því gríska fyrst og fremst en einnig latínuletri og rúnaletri. Gotneska skildi eftir sig enga beina niðja en hún var á niðurleið frá miðri 6. öld vegna ósigurs Gota í stríðum við Franka, brottfarar Gota frá Ítalíu og landfræðilegrar einangrunar (á Spáni var gotneska kirkjumál Vesturgota en hún dó út þar þegar þeir skiptu í kaþólsku árið 589). Að einhverju marki má þó gera ráð fyrir að gotneska hafi samlagast suður-þýskum mállýskum og lifði þjóðsögur um Gotakonunginn Þiðrik af Bern um langan aldur meðal þjóðverja.

Gotneska er sérstaklega áhugaverð frá sjónarmiði germanskrar samanburðarmálfræði þar sem gotnesku Biblíutextarnir eru þremur til fjórum öldum eldri en ritaðir textar annara forngermanskra mála, að fáeinum rúnaristum á frumnorrænu undanskildum. Hún hefur því ýmis fornleg einkenni sem höfðu nær eða alveg horfið úr öðrum germönskum málum þegar þau voru fyrst færð í letur. Má þar nefna ósamsetta þolmynd, tvítölu og svonefndar tvöföldunarsagnir.

Lýsingarorð hafa bæði veika og sterka beygingu og laga sig í kyni, tölu og falli eftir þeim nafnorðum sem þau fylgja. Í stað ákveðins greinis koma ábendingarfornöfnin sa, so og þata (sbr. íslensku , og þetta).

Frekari fróðleikur

  • W. Braune and E. Ebbinghaus, Gotische Grammatik, 17th edition 1966, Tübingen.
  • Fausto Cercignani, The Development of the Gothic Short/Lax Subsystem, in "Zeitschrift für vergleichende Sprachforschung", 93/2, 1979, pp. 272–278.
  • Fausto Cercignani, The Reduplicating Syllable and Internal Open Juncture in Gothic, in "Zeitschrift für vergleichende Sprachforschung", 93/1, 1979, pp. 126–132.
  • Fausto Cercignani, The Enfants Terribles of Gothic "Breaking": hiri, aiþþau, etc., in "The Journal of Indo-European Studies", 12/3–4, 1984, pp. 315–344.
  • Fausto Cercignani, The Development of the Gothic Vocalic System, in Germanic Dialects: Linguistic and Philological Investigations, edited by Bela Brogyanyi and Thomas Krömmelbein, Amsterdam and Philadelphia, Benjamins, 1986, pp. 121–151.
  • Fausto Cercignani, The Elaboration of the Gothic Alphabet and Orthography, in “Indogermanische Forschungen”, 93, 1988, pp. 168-185.
  • N. Everett, "Literacy from Late Antiquity to the early Middle Ages, c. 300–800 AD", The Cambridge Handbook of Literacy, ed. D. Olson and N. Torrance (Cambridge, 2009), pp. 362–385.
  • W. Krause, Handbuch des Gotischen, 3rd edition, 1968, Munich.
  • Thomas O. Lambdin, "An Introduction to the Gothic Language", Wipf and Stock Publishers, 2006, Eugene, Oregon.
  • F. Mossé, Manuel de la langue gotique, Aubier Éditions Montaigne, 1942.
  • Eduard Prokosch, A Comparative Germanic Grammar, 1939, The Linguistic Society of America for Yale University.
  • Irmengard Rauch, Gothic Language: Grammar, Genetic Provenance and Typology, Readings, Peter Lang Publishing Inc; 2nd Revised edition, 2011.
  • C. Rowe, "The problematic Holtzmann’s Law in Germanic", Indogermanische Forschungen Bd. 108, 2003. 258–266.
  • Wilhelm Streitberg, Die gotische Bibel , 4th edition, 1965, Heidelberg.
  • Joseph Wright, Grammar of the Gothic language, 2nd edition, Clarendon Press, Oxford, 1966.