Forsíða
Velkomin á Wikipedíu
Alfræðiritið sem allir geta unnið að í sameininguÁ hinni íslensku Wikipedíu eru nú 59.475 greinar.
Grein mánaðarins
Grikkland hið forna vísar til hins grískumælandi heims í fornöld. Það er ekki eingöngu notað um það landsvæði sem Grikkland nær yfir í dag, heldur einnig lönd þar sem grískumælandi fólk bjó í fornöld: Kýpur og Eyjahafseyjar, Jóníu í Litlu Asíu, Sikiley og Suður-Ítalíu og ýmsar grískar nýlendur, til dæmis í Kolkis, Illyríu, í Þrakíu, Egyptalandi, Kýrenæku, suðurhluta Gallíu, á austan- og norðaustanverðum Íberíuskaga, í Íberíu og Táris.
Tímaskeið Grikklands hins forna nær frá því að grískumælandi menn settust fyrst að í Grikklandi á 2. árþúsundi f.Kr. til loka fornaldar og upphafs kristni (kristni varð til áður en fornöld lauk, en kristin menning er venjulega ekki talin til klassískrar fornaldarmenningar Grikklands). Flestir sagnfræðingar telja að í Grikklandi hinu forna liggi rætur vestrænnar menningar. Grísk menning hafði mikil áhrif á Rómaveldi, sem miðlaði menningunni áfram til margra landa Evrópu. Aukinheldur hafði enduruppgötvun Vestur-Evrópubúa á forngrískri menningu á 14. – 17. öld afgerandi áhrif á evrópska menningu. Hún hefur haft gríðarlega mikil áhrif á tungumál, stjórnmál, menntun, heimspeki, vísindi og listir Vesturlanda. Hún var megininnblástur endurreisnarinnar í Vestur-Evrópu og hafði aftur mikil áhrif á ýmsum nýklassískum skeiðum á 18. og 19. öld í Evrópu og Norður-Ameríku.
Í fréttum
- 8. desember - Uppreisnarmenn ná völdum yfir höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Bashar al-Assad, forseti síðan árið 2000, flýr land.
- 5. desember: Franska þingið lýsir yfir vantrausti á forsætisráðherrann Michel Barnier.
- 4. desember: Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður eftir Alþingiskosningar. (Kristrún Frostadóttir á mynd)
- 3. desember:
- Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, lýsir yfir herlögum í landinu, en dregur þau til baka eftir mótmæli almennings og þingsins.
- Netumbo Nandi-Ndaitwah er kjörin forseti Namib��u, fyrst kvenna.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Atburðir 13. desember
- 2001 - Fimm hryðjuverkamenn réðust á indverska þinghúsið og skutu þar níu til bana.
- 2002 - Stækkun Evrópusambandsins var samþykkt í Kaupmannahöfn. Tíu ný aðildarlönd, Pólland, Slóvenía, Ungverjaland, Malta, Kýpur, Lettland, Eistland, Litháen, Tékkland og Slóvakía, voru samþykkt frá 1. maí 2004.
- 2003 - Saddam Hussein fannst falinn í byrgi nálægt Tikrit í Írak og var tekinn höndum af Bandaríkjaher.
- 2006 - Þrír ítalskir verkamenn slösuðust þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
- 2011 - Tveir senegalskir götusalar létust og margir slösuðust í skothríð á tveimur mörkuðum í Flórens á Ítalíu. Árásarmaðurinn var hægriöfgamaður sem framdi sjálfsmorð í kjölfarið.
- 2021 - Danski fyrrum ráðherrann Inger Støjberg var dæmd í 60 daga fangelsi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð.
Vissir þú...
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Fjarskiptatækni • Iðnaður • Internetið • Landbúnaður • Lyfjafræði • Rafeindafræði • Rafmagn • Samgöngur • Stjórnun • Upplýsingatækni • Verkfræði • Vélfræði • Þjarkafræði
Afþreying • Bókmenntir • Byggingarlist • Dulspeki • Ferðamennska • Garðyrkja • Goðafræði • Heilsa • Íþróttir • Kvikmyndir • Kynlíf • Leikir • List • Matur og drykkir • Myndlist • Tónlist • Trúarbrögð
Atvinna • Borgarsamfélög • Félagasamtök • Fjölmiðlar • Fjölskylda • Fyrirtæki • Hernaður • Lögfræði • Mannréttindi • Umhverfið • Verslun
Náttúruvísindi og stærðfræði
Dýrafræði • Eðlisfræði • Efnafræði • Grasafræði • Jarðfræði • Landafræði • Líffræði • Náttúran • Stjörnufræði • Stærðfræði • Vistfræði • Vísindaleg flokkun • Vísindi
Félagsfræði • Fornfræði • Fornleifafræði • Hagfræði • Heimspeki • Mannfræði • Málfræði • Málvísindi • Menntun • Saga • Sálfræði • Tungumál • Tónfræði • Uppeldisfræði • Viðskiptafræði • Vitsmunavísindi
Ýmislegt
Listar • Gæðagreinar • Úrvalsgreinar • Efnisflokkatré • Flýtivísir • Handahófsvalin síða • Nýjustu greinar • Nýlegar breytingar • Eftirsóttar síður
Systurverkefni
Wikiorðabók Orðabók og samheitaorðabók |
Wikibækur Frjálsar kennslu- og handbækur |
Wikivitnun Safn tilvitnana | |||
Wikiheimild Frjálsar grunnheimildir |
Wikilífverur Safn tegunda lífvera |
Wikifréttir Frjálst fréttaefni | |||
Commons Samnýtt margmiðlunarsafn |
Meta-Wiki Samvinna milli allra verkefna |
Wikiháskóli Frjálst kennsluefni og verkefni | |||
Wikidata Samnýttur þekkingagrunnur |
Wikivoyage Ferðaleiðarvísar |
Mediawiki Þróun wikihugbúnaðarins |