Veflausnir

Einfaldar lausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Það er nýjung hjá okkur að bjóða staðlaðar vef- og hýsingarlausnir fyrir minni aðila sem vilja hafa hlutina einfalda og fyrirsjánleika í kostnaði.
Innifalið í öllum leiðum er stöðluð vefsíða, hýsing á vefsíðu og tölvupósti og dagleg öryggisafritun. Við getum sérsniðið öll útlit að fyrirtækjum með merki og litum sem valið er að nota. Full aðstoð er veitt við efnisinnsetningu.

Að vera með eigin vefsíðu og tölvupóst á eigin .is veffangi eykur traust viðskiptavina. Það einfaldar einnig öll samskipti og bætir ímynd fyrirtækja út á við svo um munar. Hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar um þjónustuna.