Það er nýjung hjá okkur að bjóða staðlaðar vef- og hýsingarlausnir fyrir minni aðila sem vilja hafa hlutina einfalda og fyrirsjánleika í kostnaði.
Innifalið í öllum leiðum er stöðluð vefsíða, hýsing á vefsíðu og tölvupósti og dagleg öryggisafritun. Við getum sérsniðið öll útlit að fyrirtækjum með merki og litum sem valið er að nota. Full aðstoð er veitt við efnisinnsetningu.
Að vera með eigin vefsíðu og tölvupóst á eigin .is veffangi eykur traust viðskiptavina. Það einfaldar einnig öll samskipti og bætir ímynd fyrirtækja út á við svo um munar. Hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar um þjónustuna.
Við vinnum saman að traustu og fallegu útiti á vefsíðunni ��inni.
Við bjóðum fjölda möguleika.
Pósthólf eru innifalin í öllum leiðum. Ef þörf er á fleiri pósthólfum en 20 þá getum við fundi lausn á því.
Við tökum dagleg öryggisafrit af vefsvæði og pósthólfum sem við geymum í allt að 90 daga.
Hér að neðan sérð þú þá möguleika sem við bjóðum fyrir staðlaðar fyrirtækjalausnir. Verð miðaðst við mánaðargjald í áskrift.
Hentar flestum minni og meðalstórum fyrirtækjum.
Hentar þeim sem þurfa aðeins meira pláss og fleiri pósthólf.
Hentar þeim sem eru með marga notendur og mikið af gögnum.
Við tökum að okkur stór og smá verkefni þegar það kemur að sérsniðnum lausnum. Hvort sem um er að ræða ný verk eða yfirfærslu og lagfæringar á eldri lausnum. Endilega hafðu samband við okkur og fáðu gott tilboð í þitt verk.