Malta
Malta er lítið og þéttbýlt eyríki í Miðjarðarhafi á eyjaklasa milli Ítalíu í norðri og norðurstrandar Líbíu í suðri. Malta er oft talin til Suður-Evrópu.[1] Malta er um 80 km sunnan við Sikiley á Ítalíu og 333 km norðan við Líbíu.[2] Opinber tungumál landsins eru maltneska og enska, en auk þess tala um 2/3 íbúa ítölsku. Malta hefur verið í Evrópusambandinu síðan 2004 og er minnsta Evrópusambandslandið, hvort sem horft er til mannfjölda eða stærðar.
Lýðveldið Malta | |
Repubblika ta' Malta | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Virtute et constantia (latína) Styrkur og þrautseigja | |
Þjóðsöngur: L-Innu Malti | |
Höfuðborg | Valletta |
Opinbert tungumál | maltneska og enska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti | Myriam Spiteri Debono |
Forsætisráðherra | Robert Abela |
Sjálfstæði | frá Bretlandi |
• Yfirlýst | 21. september 1964 |
• Lýðveldi | 13. desember 1974 |
Evrópusambandsaðild | 1. maí 2004 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
186. sæti 316 km² 0,001 |
Mannfjöldi • Samtals (2021) • Þéttleiki byggðar |
167. sæti 519.562 1.649/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2022 |
• Samtals | 28,486 millj. dala (148. sæti) |
• Á mann | 54.647 dalir (24. sæti) |
VÞL (2021) | 0.918 (23. sæti) |
Gjaldmiðill | Evra (€) |
Tímabelti | UTC+1 (+2 á sumrin) |
Þjóðarlén | .mt |
Landsnúmer | +356 |
Á Möltu hefur verið mannabyggð að minnsta kosti frá 5900 f.o.t.[3] Eyjarnar hafa verið á valdi ýmissa ríkja í gegnum tíðina þar sem þær hafa þótt eftirsóknarverðar vegna hernaðarlega mikilvægrar legu sinnar.[4] Meðal þeirra sem ríkt hafa yfir Möltu eru Föníkumenn, Rómverjar, Grikkir, Arabar, Normannar, Aragónía, Jóhannesarriddarar, Frakkar og Bretar.[5]
Íbúar Möltu eru rúmlega hálf milljón[6] og búa á 316 km² landsvæði.[7] Malta er 10. minnsta land heims[8][9] og fjórða þéttbýlasta land heims. Höfuðborgin, Valletta, er með minnsta höfuðborgarsvæðið í Evrópusambandinu bæði miðað við stærð og mannfjölda. Samkvæmt gögnum frá Eurostat frá 2020 náði borgarsvæðið yfir alla eyjuna þar sem rúm 480 þúsund búa.[10][11] Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, ESPON og Evrópuráðinu er Malta öll eitt samfellt þéttbýlissvæði.[12][13] Malta er því æ oftar kölluð borgríki[14][15][16] og höfð með á listum yfir borgir[17] eða stórborgarsvæði.[18]
Malta varð bresk krúnunýlenda árið 1813. Eyjan var áfangastaður breskra skipa og höfuðstöðvar breska Miðjarðarhafsflotans. Öxulveldin settust um eyjuna í síðari heimsstyrjöld og þar var mikilvæg flotastöð bandamanna fyrir hernaðaraðgerðir þeirra í Norður-Afríku og á Miðjarðarhafi.[19][20] Breska þingið samþykkti Möltulögin árið 1964 sem veittu Möltu sjálfstæði frá Bretlandi, en með Elísabetu 2. sem drottningu.[21] Landið varð lýðveldi árið 1974. Malta hefur verið aðili að Breska samveldinu og Sameinuðu þjóðunum frá því landið fékk sjálfstæði, og gerðist aðili að Evrópusambandinu árið 2004. Malta tók upp evruna árið 2008.
Kristnir menn hafa búið á Möltu frá því í frumkristni, en kristni var umborin á eyjunni þegar Arabar náðu henni á sitt vald á 9. öld. Árið 1091 hertóku svo Normannar eyjuna undir stjórn Hróðgeirs 1. Í dag er rómversk-kaþólsk trú ríkistrú í landinu, en samkvæmt stjórnarskrá Möltu er öllum tryggt trúfrelsi.[22][23] Efnahagslíf Möltu reiðir sig að miklu leyti á ferðaþjónustu. Veðurfar á eyjunni er hlýrra en á flestum stöðum í Evrópu og þar er mikið um afþreyingu og sögulegar minjar, þar á meðal þrjár sem eru á Heimsminjaskrá UNESCO: Ħal Saflieni-grafhvelfingin,[24] Valletta,[25] og sjö steinhof sem eru með elstu byggingum heims sem enn standa.[26][27][28]
Heiti
breytaUppruni heitisins „Malta“ er óviss og sá ritháttur sem er algengastur í dag er fenginn úr maltnesku. Algengasta skýringin er að orðið sé dregið af gríska orðinu μέλι meli „hunang“. Forn-Grikkir nefndu eyjuna Μελίτη Melite sem merkir „hunangssæt“, hugsanlega með vísun í einstakt hunang sem þar fékkst af einlendum býflugnastofni sem þar býr.[29] Rómverjar nefndu eyjuna Melita[30] sem er ýmist talið latnesk útgáfa af gríska heitinu eða af dóríska framburðinum Μελίτα. Nafnið kemur fyrir í fyrstu setningu Postulasögunnar í Nýja testamentinu (sem er skrifað á grísku), þannig að í fyrstu Biblíuþýðingum á íslensku til dæmis kemur það fyrir sem Melite.[31] Í nútímaþýðingum er það yfirleitt skrifað „Malta“.
Önnur tilgáta um uppruna nafnsins er að það sé dregið af föníska orðinu Maleth „höfn“[32][33] sem vísar þá til hinna mörgu skipalægja sem þar finnast. Orðmyndin Malta kemur fyrst fyrir í Leiðalýsingu Antoníusar sem gæti verið frá 3. öld.[34]
Saga
breytaMenn hafa búið á Möltu frá því um 5900 f.o.t.,[35] eða síðan landnemar komu þangað á nýsteinöld og hófu þar landbúnað.[36] Jötunsteinar eru ein merki um nýsteinaldarmenningu sem stóð á eyjunum í kringum 3600 f.o.t., eins og í steinhofunum Bugibba, Mnajdra, Ggantija og fleirum. Föníkumenn lögðu Möltu undir sig milli 800 og 700 f.o.t. og komu með nýtt tungumál og menningu.[37] Þeir notuðu eyjarnar sem miðstöð fyrir landkönnun og verslun á Miðjarðarhafi þar til eftirmenn þeirra, Karþagómenn, biðu ósigur fyrir Rómaveldi árið 216 f.o.t. Malta varð þá municipium innan Rómaveldis.[38]
Eftir líklegar gripdeildir Vandala[39] varð Malta hluti af Austrómverska keisaradæminu sem ríkti yfir eyjunum frá 4. öld til 9. aldar. Árið 870 réðust Aglabídar inn í Möltu. Óljóst er hvað varð um íbúa eyjanna eftir það, en í upphafi 2. árþúsundsins virðist Malta hafa verið numin af landnemum frá Sikiley sem þá var arabískt emírsdæmi. Þessir landnemar töluðu sikúlóarabísku.[40]
Normannar bundu enda á yfirráð múslima og lögðu eyjuna undir sig árið 1091. Um 1249 hafði kristni aftur tekið yfir sem ríkjandi trúarbrögð.[41] Eyjarnar voru hluti af Konungsríkinu Sikiley til ársins 1530 og voru um stutt skeið undir stjórn Angevína. Árið 1530 gaf Karl 5. keisari Jóhannesarriddurum eyjarnar með ótímabundnum leigusamningi.
Frakkar, undir Napoleon Bonaparte, hertóku eyjarnar árið 1798 og nokkrum árum síðar lögðu Bretar þær undir sig. Íbúar báðu þá Breta um að taka við stjórn eyjanna samkvæmt réttindaskrá[42] sem kvað á um rétt íbúanna til að kjósa sér eigin konung ef breski konungurinn kysi að draga sig frá eyjunum. Samkvæmt Parísarsáttmálanum 1814 varð Malta bresk nýlenda. Íbúar höfnuðu sameiningu við Bretland árið 1956.
Árið 1964 varð Malta sjálfstætt ríki þann 21. september, sem síðan er haldinn hátíðlegur sem sjálfstæðisdagur Möltu. Samkvæmt stjórnaskrá frá 1964 var Elísabet 2. enn þjóðhöfðingi og landstjóri skipaður fulltrúi hennar. Þann 13. desember 1974 varð Malta að lýðveldi innan Breska samveldisins, þar sem forseti Möltu er þjóðhöfðingi. Síðustu bresku hermennirnir hurfu frá Möltu 31. mars árið 1979. Eftir það lýsti Malta því yfir að landið væri hlutlaust ríki. Malta gerðist aðili að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og tók upp evru 1. janúar 2008.[43]
Landfræði
breytaMalta er eyjaklasi í miðju Miðjarðarhafi, austur af Túnis og norður af Líbíu, 80 km suður af ítölsku eyjunni Sikiley, en Möltusund er á milli þeirra. Aðeins þrjár stærstu eyjar Möltu eru byggðar: Malta, Gozo (Għawdex) og Comino (Kemmuna). Minni eyjarnar, eins og Filfla, Cominotto og St. Paul-eyja eru óbyggðar. Eyjarnar liggja á Möltugrunni og eru hæstu punktar á landbrú milli Sikileyjar og Norður-Afríku sem sökk þegar sjávarborð hækkaði í lok síðustu ísaldar.[44] Eyjaklasinn er hluti af Afríkuflekanum[45][46] og Malta var talin hluti af Norður-Afríku öldum saman.[47]
Strendur eyjanna eru vogskornar og þar eru fjölmargar góðar hafnir. Landslagið einkennist af lágum hæðum með ræktarlönd á stöllum. Hæsti punkturinn er á fjallinu Ta' Dmejrek á eyjunni Möltu og er 253 metra hár, nálægt Dingli. Á Möltu eru engar ár eða lækir nema tímabundið þegar mikið rignir. Þó er ferskt vatn finnanlegt á stöku stað á eyjunni allt árið. Vatnsból er að finna við Baħrija, Imtaħleb og San Martin. Á Gozo er rennandi vatn að finna í Lunzjata-dalnum.
Stjórnmál
breytaStjórnsýslueiningar
breytaFrá 1993 hafa verið sveitarfélög á Möltu,[48] sem byggist á Evrópusáttmála um sjálfstjórn sveitarfélaga. Landið skiptist í fimm héruð (þar sem Gozo er eitt hérað) og hvert hérað hefur sína eigin héraðsnefnd sem er milliliður milli sveitarfélaga og ríkisins.[49] Héruðin skiptast í sveitarfélög sem eru núna 68 talsins (54 á Möltu og 14 á Gozo). Möltu er líka skipt í sex umdæmi (fimm á Möltu og eitt á Gozo) fyrir tölfræðiútreikninga.[50]
Í hverju sveitarfélagi eru sveitarstjórnir með milli 5 og 13 sveitarstjórnarmenn, eftir því hversu fjölmennt það er. Sveitarstjórnin kýs sér bæjarstjóra og varabæjarstjóra og skipar bæjarritara sem fer með framkvæmdavaldið. Sveitarstjórnarmenn eru kosnir til 4 ára í senn. Kosningarétt hafa allir þeir sem hafa kosningarétt í þingkosningum auk allra borgara Evrópusambandsins sem búa á Möltu. Engar kosningar voru haldnar til 2012 vegna umbóta, en síðan þá hafa þær verið haldnar á tveggja ára fresti fyrir helming sveitarfélaga í senn.
Sveitarfélögin bera ábyrgð á viðhaldi og þrifum í sveitarfélaginu (þar á meðal viðgerðum á aukavegum), framfærslu fólks á ábyrgð sveitarfélagsins og söfnun rusls. Þau sjá líka um innheimtu fyrir ríkið og svara fyrir opinberar fyrirspurnir. Margir bæir og þorp á Möltu eiga sér systurborgir.
Skjaldarmerki | Hérað | Höfuðstaður | Stærsta borg | Stærð | Íbúar (2014) | Þéttleiki byggðar | Stofnár |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Miðhérað Möltu | San Ġwann | Birkirkara | 23,6 km2 | 111.994 | 4700/km2 | 2009 | |
Gozo-hérað | Victoria | Victoria | 68,7 km2 | 37.342 | 540/km2 | 1993 | |
Norðurhérað Möltu | St. Paul's Bay | St. Paul's Bay | 112,9 km2 | 102.892 | 910/km2 | 2009 | |
Suðausturhérað Möltu | Valletta | Żabbar | 36,2 km2 | 99.301 | 2700/km2 | 2009 | |
Suðurhérað Möltu | Qormi | Qormi | 78,9 km2 | 93.897 | 1200/km2 | 2009 |
Efnahagslíf
breytaHagkerfi Möltu er, ásamt hagkerfum 32 annarra landa, flokkað sem þróað hagkerfi af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.[51] Til ársins 1800 byggðist efnahagur Möltu á framleiðslu á bómull og tóbaks, og skipasmíðastöðvum. Þegar eyjarnar komust undir stjórn Breta varð Skipasmíðastöðin á Möltu að einni aðalundirstöðu efnahagslífsins vegna þjónustu við konunglega sjóherinn, sérstaklega í Krímstríðinu árið 1854. Herstöðin skapaði vinnu fyrir iðnaðarmenn og starfsfólk hersins.[52]
Þegar Súesskurðurinn var opnaður árið 1869 varð mikill vöxtur í skipaumferð um hafnir Möltu, sem varð mikilvæg eldsneytis- og umskipunarhöfn. Undir lok 19. aldar tók efnahagslífinu hins vegar að hnigna og á 5. áratug 20. aldar var komin kreppa. Ein ástæða þess var að skip urðu stærri og þurftu síður að stoppa í höfnum á skipaleiðum til að taka eldsneyti.[53]
Árið 2019 eru helstu náttúruauðlindir Möltu sandsteinn, hagstæð staðsetning og há framleiðni mannaflans. Malta framleiðir aðeins um 20% af matvælaþörf sinni, býr yfir takmörkuðum vatnsbólum vegna þurrka á sumrin, og hefur engar innlendar orkuauðlindir, fyrir utan möguleika á sólarorkuverum. Hagkerfið reiðir sig því á alþjóðaverslun (aðallega umskipun), framleiðsluiðnað (aðallega rafeindatæki og textíl) og ferðaþjónustu.[54]
Aðgengi að lífgetu á Möltu er undir meðaltali heimsins. Árið 2016 var 0,6 hektara lífgeta á íbúa á Möltu, miðað við 1,6 hektara á heimsvísu.[55][56] Að auki hefur vistspor íbúa Möltu verið áætlað samsvara 5,8 hektara lífgetu, þannig að hallinn er mjög mikill.[55]
Kvikmyndaframleiðsla hefur lagt mikið til hagvaxtar á Möltu.[57] Fyrsta kvikmyndin sem tekin var á Möltu var breska myndin Sons of the Sea árið 1925.[58] Árið 2016 höfðu yfir 100 myndir verið teknar að hluta eða heild á Möltu. Malta er oft notuð sem staðgengill fyrir sögustaði frá Grikklandi hinu forna, Rómaveldi og Mið-Austurlöndum til dæmis.[59] Ríkisstjórn Möltu hóf að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum hluta kostnaðar árið 2005.[60] Núverandi endurgreiðsluhlutfall er 25% og 2% aukalega ef sögusviðið er á Möltu.[61]
Í aðdraganda aðildar að Evrópusambandinu 1. maí 2004, voru ríkisfyrirtæki einkavædd og frelsi markaða aukið. Ríkisstjórnin tilkynnti árið 2007 að hún hygðist selja 40% hlut sinn í MaltaPost til að binda endahnút á fimm ára einkavæðingarferli.[62] Frá 2000 til 2010 var símaþjónusta,[63] póstþjónusta, skipasmíðar[64] og Alþjóðaflugvöllurinn á Möltu[65] einkavædd.
Möltu hefur gengið vel að laða að sér fyrirtæki á sviði leikjaþróunar, skráningar skipa og loftfara, kortaviðskipta og sjóðstýringa. Kjarninn í hagvaxtarþróun eyjanna er þjónusta við þennan iðnað þar á meðal fjárvarsla og skiptastjórn. Malta hefur innleitt fjármálatilskipanir Evrópusambandsins, þar á meðal UCIT-tilskipunina IV um verðbréfasjóði og AIFMD-tilskipunina um sérhæfða sjóði. Þannig hefur Malta laðað til landsins sérhæfða sjóði sem þurfa að uppfylla kröfur Evrópusambandsins, eins og IDS, Iconic Funds, Apex Group og TMF/Customs.[66]
Árið 2006 ræddu Malta og Túnis um nýtingu auðlinda á sameiginlegu landgrunni ríkjanna, sérstaklega olíuvinnslu.[67] Sams konar viðræður hafa farið fram við Líbíu.[68]
Árið 2015 var Malta ekki með eignaskatt. Fasteignamarkaðurinn, sérstaklega í kringum höfnina, hefur blómstrað og íbúðaverð í sumum bæjum, eins og St Julian's, Sliema og Gzira, hefur hækkað mikið.[69]
Samkvæmt gögnum Eurostat var verg landsframleiðsla á mann á Möltu 88% af meðaltali Evrópusambandsins árið 2015, eða 21.000 evrur á ári.[70]
Sala á ríkisborgararétti fyrir fjárfestingu var mikilvæg tekjulind fyrir ríkisstjórn Möltu. Tekjur af áætluninni voru 432 milljón evrur árið 2018. Áætlunin byggðist á litlu eftirliti og veitti vegabréf til Rússa, Kínverja og fólks frá Mið-Austurlöndum, sem gildir í Evrópusambandinu. Í júlí 2020 játaði stjórn verkamannaflokksins galla áætlunarinnar og stöðvaði hana frá september 2020.[71]
Tilvísanir
breyta- ↑ Chapman, David; Cassar, Godwin (október 2004). „Valletta“. Cities. 21 (5): 451–463. doi:10.1016/j.cities.2004.07.001.
- ↑ Bonanno, Anthony, ritstjóri (2008). Malta and Sicily: Miscellaneous research projects (PDF). Palermo: Officina di Studi Medievali. ISBN 978-8888615837. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27. maí 2012. Sótt 23. febrúar 2017.
- ↑ „First inhabitants arrived 700 years earlier than thought“. Times of Malta. Afritað af uppruna á 22 Oct 2022. Sótt 25. mars 2020.
- ↑ Boissevain, Jeremy (1984). „Ritual Escalation in Malta“. Í Eric R. Wolf (ritstjóri). Religion, Power and Protest in Local Communities: The Northern Shore of the Mediterranean. bls. 165. ISBN 9783110097771. ISSN 1437-5370.
- ↑ Rudolf, Uwe Jens; Berg, Warren G. (2010). Historical Dictionary of Malta. Scarecrow Press. bls. 1–11. ISBN 9780810873902.
- ↑ „Census of Population and Housing 2021“ (PDF). nso.gov.mt. júlí 2022. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9 ágúst 2022. Sótt 2. ágúst 2022.
- ↑ Zammit, Andre (1986). „Valletta and the system of human settlements in the Maltese Islands“. Ekistics. 53 (316/317): 89–95. JSTOR 43620704.
- ↑ Sultana, Ronald G. (1998). „Career guidance in Malta: A Mediterranean microstate in transition“ (PDF). International Journal for the Advancement of Counselling. 20: 3. doi:10.1023/A:1005386004103. S2CID 49470186. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. febrúar 2017. Sótt 27. janúar 2017.
- ↑ „The Microstate Environmental World Cup: Malta vs. San Marino“. Environmentalgraffiti.com. 15. desember 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2013. Sótt 31. mars 2009.
- ↑ „Population on 1 January by age groups and sex – functional urban areas“. Eurostat. 2020. Sótt 5. mars 2022.
- ↑ „Population on 1 January by broad age group, sex and metropolitan regions 2020“. Eurostat. 2020. Sótt 5. mars 2022.
- ↑ "World Urbanization Prospects" Geymt 25 maí 2017 í Wayback Machine – Department of Economic and Social Affairs/Population Division, United Nations (Table A.2; page 79)
- ↑ "Interim Territorial Cohesion Report" Geymt 23 apríl 2013 í Wayback Machine – Preliminary results of ESPON and EU Commission studies
- ↑ Terterov, Marat; Reuvid, Jonathan (2005). Doing Business with Malta. GMB Publishing. bls. 167. ISBN 9781905050635.
- ↑ Creativemalta.gov.mt, Draft National Strategy for the Cultural and Creative Industries – Creative Malta, afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2013, sótt 17. ágúst 2013
- ↑ Flags, Symbols and their uses, Department of Information of Malta, afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2015, sótt 25. febrúar 2019
- ↑ "The Global Financial Centres" Geymt 27 febrúar 2017 í Wayback Machine – Qatar Financial Centre, 2015.
- ↑ Metropolitan areas in Europe Geymt 20 október 2016 í Wayback Machine – Federal Institute for Research on Building, Urban Affairs and Spatial Development, 2011.
- ↑ „GEORGE CROSS AWARD COMMEMORATION“. VisitMalta.com. 14. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2015. Sótt 20. apríl 2015.
- ↑ „Should the George Cross still be on Malta's flag?“. Times of Malta. 29. apríl 2012. Afrit af uppruna á 27. apríl 2015. Sótt 20. apríl 2015.
- ↑ „Christmas Broadcast 1967“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2015. Sótt 20. apríl 2015.
- ↑ „Constitution of Malta“. Ministry for Justice, Culture and Local Government. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2018. Sótt 10. febrúar 2018.
- ↑ Central Intelligence Agency (CIA). „Malta“. The World Factbook. Sótt 16. maí 2007.
- ↑ „Hal Saflieni Hypogeum“. UNESCO. Afrit af uppruna á 30. desember 2013. Sótt 18. janúar 2014.
- ↑ „City of Valletta“. UNESCO. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. mars 2016. Sótt 18. janúar 2014.
- ↑ „Megalithic Temples of Malta“. UNESCO. Afrit af uppruna á 7. janúar 2014. Sótt 18. janúar 2014.
- ↑ „Malta Temples and The OTS Foundation“. Otsf.org. Afrit af uppruna á 8. febrúar 2014. Sótt 31. mars 2009.
- ↑ Daniel Cilia, Malta Before History (2004: Miranda Publishers) ISBN 9990985081
- ↑ Castillo, Dennis Angelo (2006). The Maltese Cross: A Strategic History of Malta. Greenwood Publishing Group. ISBN 9780313323294. Afrit af uppruna á 6. september 2015. Sótt 1. júlí 2015.
- ↑ Vassallo, DJ (1992). „The Corps Disease: Brucellosis and Its Historical Association with the Royal Army Medical Corps“ (PDF). Journal of the Royal Army Medical Corps. 138 (3): 140–150. doi:10.1136/jramc-138-03-09. PMID 1453384. S2CID 41069698. Afrit (PDF) af uppruna á 23. desember 2017. Sótt 24. desember 2017.
- ↑ „Postulasagan 28“. Hið íslenska biblíufélag.
- ↑ Pickles, Tim (1998). Malta 1565: Last Battle of the Crusades. Osprey Publishing. ISBN 978-1-85532-603-3. Afrit af uppruna á 7. september 2015. Sótt 1. júlí 2015.
- ↑ „Renaming Malta the Republic of Phoenicia“. The Times. Malta: Allied Newspapers Ltd. Afrit af uppruna á 3. mars 2016. Sótt 28. febrúar 2016.
- ↑ Smith, William (1872). John Murray (ritstjóri). A Dictionary of Greek and Roman Geography. II. bindi. John Murray, 1872. bls. 320. Afrit af uppruna á 28. apríl 2014. Sótt 13. júlí 2014.
- ↑ „700 years added to Malta's history“. Times of Malta. 16. mars 2018. Afrit af uppruna á 16. mars 2018.
- ↑ Ariano, Bruno; Mattiangeli, Valeria; Breslin, Emily M.; Parkinson, Eóin W.; McLaughlin, T. Rowan; Thompson, Jess E.; Power, Ronika K.; Stock, Jay T.; Mercieca-Spiteri, Bernardette; Stoddart, Simon; Malone, Caroline (20. júní 2022). „Ancient Maltese genomes and the genetic geography of Neolithic Europe“. Current Biology (enska). 32 (12): 2668–2680.e6. doi:10.1016/j.cub.2022.04.069. ISSN 0960-9822. PMC 9245899. PMID 35588742.
- ↑ Bonanno 2005, p.22
- ↑ Dennis Angelo Castillo (2006). The Maltese Cross A Strategic History of Malta. Greenwood Publishing Group. bls. 25. ISBN 978-0-313-32329-4.
- ↑ Victor Paul Borg (2001). Malta and Gozo. Rough Guides. bls. 331. ISBN 978-1-85828-680-8.
- ↑ So who are the 'real' Maltese. Afrit af uppruna á 12. mars 2016. Sótt 3. september 2017.
- ↑ The origin of the Maltese surnames.
- ↑ Holland, James (2003). Fortress Malta An Island Under Siege 1940–43. Miramax. ISBN 978-1-4013-5186-1.
- ↑ Busuttil, Salvino; Briguglio, Lino. „Malta“. Encyclopædia Britannica. Encyclopædia Britannica, inc. Afrit af uppruna á 8. maí 2019. Sótt 12. júní 2019.
- ↑ „Island Landscape Dynamics: Examples from the Mediterranean“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2011. Sótt 20. desember 2011.
- ↑ Commission for the Geological Map of the World. „Geodynamic Map of the Mediterranean“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. desember 2008. Sótt 28. nóvember 2008.
- ↑ „Geothermal Engineering Research Office Malta“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. apríl 2016.
- ↑ Falconer, William; Falconer, Thomas (1872). Dissertation on St. Paul's Voyage. BiblioLife. bls. 50. ISBN 978-1-113-68809-5. Afrit af uppruna á 27. mars 2017. Sótt 23. maí 2018.
- ↑ „Local Council Act of Malta“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16. júní 2013. Sótt 20. október 2013.
- ↑ Protokol Lokali u Reġjonali (PDF) (maltneska). Valletta: Dipartiment tal-Informazzjoni. bls. 5–6. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17. júní 2012. Sótt 2. apríl 2015.
- ↑ „Malta“ (PDF). Þing Evrópuhéraða. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 8. febrúar 2013. Sótt 2. apríl 2015.
- ↑ „IMF World Economic Outlook (WEO) – Recovery, Risk, and Rebalancing, October 2010 – Table of Contents“. Imf.org. 6. október 2010. Afrit af uppruna á 30. apríl 2011. Sótt 1. júní 2011.
- ↑ „The Malta Garrison 1854“. Maltaramc.com. Afrit af uppruna á 13. apríl 2019. Sótt 17. janúar 2020.
- ↑ Arthur G., Clare. „FEATURES OF AN ISLAND ECONOMY“ (PDF). Features of an Island Economy: Malta 1800–1914: 21.
- ↑ „Economy of Malta | Development and Entry to the European Union“. Malta.com. Sótt 8. apríl 2020.
- ↑ 55,0 55,1 „Country Trends“. Global Footprint Network. Sótt 4. júní 2020.
- ↑ Lin, David; Hanscom, Laurel; Murthy, Adeline; Galli, Alessandro; Evans, Mikel; Neill, Evan; Mancini, MariaSerena; Martindill, Jon; Medouar, FatimeZahra; Huang, Shiyu; Wackernagel, Mathis (2018). „Ecological Footprint Accounting for Countries: Updates and Results of the National Footprint Accounts, 2012–2018“. Resources (enska). 7 (3): 58. doi:10.3390/resources7030058.
- ↑ „Unprecedented growth for Malta's film industry“. The Times. Malta. 21. júlí 2010. Afrit af uppruna á 6. október 2014. Sótt 1. október 2014.
- ↑ „Silent films showed scenes shot in Malta“. The Times. Malta. 4. nóvember 2012. Afrit af uppruna á 6. október 2014. Sótt 1. október 2014.
- ↑ „Malta Movie locations – Malta-Tix“. Malta-Tix. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. desember 2016.
- ↑ Carabott, Michael (14. júlí 2005). „Incentives To boost film production in Malta“. The Malta Independent. Standard Publications Ltd. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2014. Sótt 1. október 2014.
- ↑ „Hollywood's favourite playground“. The Times of India. Afrit af uppruna á 17. maí 2017. Sótt 25. desember 2016.
- ↑ „Malta Post“. privatisation.gov.mt (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2015. Sótt 3. apríl 2020.
- ↑ „Maltacom“. privatisation.gov.mt (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2015. Sótt 3. apríl 2020.
- ↑ „Malta Freeport“. privatisation.gov.mt (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2015. Sótt 3. apríl 2020.
- ↑ „Malta International Airport“. Privatisation.gov.mt (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2015. Sótt 3. apríl 2020.
- ↑ „Malta funds“. Financemalta.org. 5. maí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2013. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ „Malta and Tunisia to Develop Oil Together“. Petroleumafrica.com. Sótt 13. desember 2020.
- ↑ „Oil and gas cooperation discussed between NOC and Malta“. Libya Herald (bandarísk enska). Sótt 13. desember 2020.
- ↑ „Apartments.com.mt“. Apartments.com.mt. 10. febrúar 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. nóvember 2015. Sótt 10. febrúar 2016.
- ↑ Eurostat (1. desember 2016). „GDP per capita in PPS“. Europa web portal. Afrit af uppruna á 24. maí 2015. Sótt 9. febrúar 2017.
- ↑ „Passport sale fund rakes in more than €400m“. Times Malta. 28. september 2018. Afrit af uppruna á 25. september 2019. Sótt 10. desember 2019.