2001
Útlit
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2001 (MMI í rómverskum tölum) var fyrsta ár 21. aldarinnar, samkvæmd gregoríska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Nafni Kalkútta á Indlandi var formlega breytt í Kolkata.
- 6. janúar - Árinu helga 2000 lauk formlega þegar Jóhannes Páll 2. páfi lokaði hurðinni helgu.
- 10. janúar - Wikipedia hóf göngu sína sem hluti af Nupedia. Fimm dögum síðar varð hún sérstakur vefur.
- 10. janúar - Þjóðbúningaráð var stofnað á Íslandi.
- 10. janúar - Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna samþykkti samruna America Online og Time Warner.
- 11. janúar - Bandaríska kvikmyndin The Invisible Circus var frumsýnd.
- 13. janúar - 800 létust þegar jarðskjálfti reið yfir El Salvador.
- 14. janúar - AFL Starfsgreinafélag Austurlands var stofnað.
- 15. janúar - Wikipedia var opnuð almenningi.
- 20. janúar - George W. Bush tók við af Bill Clinton sem forseti Bandaríkjanna.
- 20. janúar - Vantrauststillaga gegn forseta Filippseyja, Joseph Estrada, var samþykkt og varaforsetinn, Gloria Macapagal-Arroyo, tók við.
- 23. janúar - Fimm manneskjur kveiktu í sér á Tiananmentorgi í Beijing.
- 24. janúar - Borgaraflokkurinn var stofnaður í Póllandi.
- 26. janúar - Þúsundir fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Gujarat á Indlandi.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Síðdegisþáttur Bylgjunnar, Reykjavík síðdegis, fór í loftið.
- 1. febrúar - Abdel Basset al-Megrahi, líbískur hryðjuverkamaður, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að sprengja farþegaþotu frá PanAm yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 með þeim afleiðingum að 270 manns fórust.
- 5. febrúar - Tom Cruise og Nicole Kidman tilkynntu að þau væru skilin.
- 6. febrúar - Ariel Sharon, formaður Likud-flokksins, vann forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael.
- 9. febrúar - Bandaríski kafbáturinn USS Greenville sökkti óvart japanska fiskiskipinu Ehime-Maru með þeim afleiðingum að 9 úr áhöfn skipsins fórust.
- 12. febrúar - Geimkönnunarfarið NEAR Shoemaker lenti á loftsteini.
- 12. febrúar - Bandarískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að tónlistardeiliforritinu Napster bæri að loka.
- 13. febrúar - Jarðskjálfti, 6,6 stig á Richterskvarða reið yfir El Salvador. Að minnsta kosti 400 manns létu lífið.
- 18. febrúar - Bandaríski alríkislögreglumaðurinn Robert Hanssen var handtekinn fyrir njósnir fyrir Rússa.
- 20. febrúar - Gin- og klaufaveikifaraldur gekk yfir Bretland. Veikin breiddist hratt út og hafði víðtækar afleiðingar fyrir landbúnað um alla Evrópu.
- 20. febrúar - Sænska gervihnettinum Odin var skotið á loft frá Síberíu.
- 25. febrúar - Leiðtogi EZLN í Mexíkó, Marcos undirherforingi, hóf göngu til Mexíkóborgar til stuðnings réttindum frumbyggja.
- 26. febrúar - Nice-sáttmálinn var undirritaður af 15 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
- 28. febrúar - Great Heck-lestarslysið: Tvær járnbrautarlestar og bíll rákust saman í Norður-Yorkshire á Bretlandi sem leiddi til dauða 10 manna.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Hintze Ribeiro-slysið: Gömul steinsteypt brú í Entre-os-Rios, Portúgal, hrundi með þeim afleiðingum að 59 létust.
- 5. mars - Talíbanastjórnin í Afganistan lét sprengja merk Búddalíkneskin í Bamyan í tætlur vegna þess að þau væru óguðleg. Þessum verknaði var mótmælt um víða veröld.
- 6. mars - Tvær bandarískar konur fórust þegar tveggja hreyfla vél þeirra hrapaði í hafið skammt vestur af Vestmannaeyjum.
- 7. mars - Sprenging í flugeldaverksmiðju í Fanglin í Kína varð tugum barna að bana. Börnin voru neydd til að búa til flugelda í skólanum.
- 7. mars - Sjö manns voru dæmd fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta var í fyrsta skipti sem dæmt var eftir lögum um peningaþvætti á Íslandi.
- 10. mars - Samtökin Free Software Foundation Europe voru stofnuð.
- 17. mars - Kosning um framtíð Reykjavíkurflugvallar fór fram í Reykjavík. Aðeins 37% borgarbúa tóku þátt þannig að kosningin var ekki bindandi. Naumur meirihluti vildi að flugvöllurinn yrði fluttur.
- 20. mars - Stærsti fljótandi olíuborpallur heims, Petrobras 36, sökk við strendur Brasilíu.
- 23. mars - Rússneska geimstöðin Mír hrapaði til jarðar í Kyrrahafið úti fyrir ströndum Nýja Sjálands.
- 23. mars - Glímusambandið World Wrestling Federation keypti keppinaut sinn, World Championship Wrestling, fyrir 7 milljón Bandaríkjadali.
- 24. mars - Fyrsta útgáfa Mac OS X („Cheetah“) kom á markað.
- 25. mars - Schengen-samstarfið tók gildi á Norðurlöndunum.
- 25. mars - Uppreisnin í Makedóníu 2001: Makedóníuher hóf aðgerðir gegn uppreisnarsveitum albanskra aðskilnaðarsinna, Þjóðfrelsishersins.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl - Bandarísk njósnaflugvél lenti í árekstri við kínverska orrustuflugvél. Kínverski flugmaðurinn fannst aldrei en 10 manna áhöfn bandarísku flugvélarinnar nauðlenti í Kína, var handtekin og haldið í 10 daga.
- 1. apríl - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu gaf sig fram við sérsveitir lögreglu.
- 1. apríl - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð með nýjum lögum í Hollandi.
- 3. apríl - Fyrstu tveggja hæða strætisvagnarnir hófu að ganga í Kaupmannahöfn.
- 6. apríl - Síðasta eintak danska dagblaðsins Aktuelt kom út.
- 7. apríl - Gervitunglinu 2001 Mars Odyssey var skotið á loft.
- 11. apríl - Bob Dylan sagði frá því að hann hefði verið giftur Carol Dennis frá 1986 til 1992 en haldið því leyndu.
- 22. apríl - Bandaríska teiknimyndin Shrek var frumsýnd.
- 25. apríl - Fyrrum forseti Filippseyja, Joseph Estrada, var handtekinn og ákærður fyrir fjárdrátt.
- 27. apríl - 17 létust þegar herlögregla skaut á mótmælendur í Kabylie í Alsír.
- 28. apríl - Bandaríkjamaðurinn Dennis Tito varð fyrsti ferðamaðurinn í geimnum þegar hann fór með Sojús TM-32.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 6. maí - Jóhannes Páll 2. páfi heimsótti mosku í Damaskus í Sýrlandi, fyrstur páfa í sögunni.
- 7. maí - Serbneskir þjóðernissinnar réðust á hóp fólks sem hugðist leggja hornstein að endurbyggingu Ferhadija-moskunnar í Banja Luka í Bosníu og Hersegóvínu.
- 11. maí - Íslenska vefritið Baggalútur hóf göngu sína.
- 12. maí - Eistland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2001 með laginu „Everybody“. Framlag Íslands var lagið „Angel“.
- 13. maí - Kosningabandalag undir forystu Silvio Berlusconi sigraði þingkosningar á Ítalíu.
- 22. maí - Plútóstirnið 28978 Ixion var uppgötvað.
- 24. maí - Temba Tsheri varð yngstur til að ná tindi Everestfjalls, 16 ára.
- 24. maí - Versalaslysið: Hluti þriðju hæðar samkomusalarins Versala í Jerúsalem hrundi með þeim afleiðingum að 24 brúðkaupsgestir létust.
- 25. maí - Erik Weihenmayer varð fyrsta blinda manneskjan til ad ná tindi Everestfjalls.
- 25. maí - Handklæðisdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur.
- 29. maí - Íbúar Borgundarhólms samþykktu í atkvæðagreiðslu að sameina öll fimm sveitarfélög eyjarinnar í eitt.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Konunglegu fjöldamorðin í Nepal: Dipendra prins myrti tíu meðlimi konungsfjölskyldunnar og framdi síðan sjálfsmorð.
- 1. júní - Sjálfsmorðssprengjumaður á vegum Hamas myrti 21 á diskóteki í Tel Avív í Ísrael.
- 3. júní - Alejandro Toledo var kjörinn forseti Perú.
- 7. júní - Tony Blair var endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands.
- 11. júní - Timothy McVeigh var tekinn af lífi fyrir sprengjutilræðið í Oklahóma.
- 13. júní - Pólski stjórnmálaflokkurinn Lög og réttlæti var stofnaður.
- 15. júní - Bandaríska teiknimyndin Atlantis: Týnda Borgin var frumsýnd.
- 15. júní - Samvinnustofnun Sjanghæ var stofnuð.
- 18. júní - Norska olíufyrirtækið Statoil var skráð í Kauphöllina í New York.
- 19. júní - Eldflaug sem bilaði lenti á knattspyrnuvelli í norðurhluta Írak með þeim afleiðingum að 23 létust og 11 særðust.
- 20. júní - Andrea Yates, sem þjáðist af fæðingarþunglyndi, drekkti 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satan.
- 20. júní - Herforinginn Pervez Musharraf skipaði sjálfan sig forseta Pakistan.
- 21. júní - Lengsta járnbrautarlest heims, 682 flutningavagnar með járngrýti, ók milli Newman og Port Hedland í Ástralíu.
- 23. júní - Harður jarðskjálfti skók suðurhluta Perú. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfarið varð 74 að bana.
- 28. júní - Stjórn Serbíu og Svartfjallalands framseldi Slobodan Milošević til Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrverandi Júgóslavíu.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Strætó bs. var stofnað með sameiningu Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna.
- 1. júlí - Ný stúka var vígð við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.
- 2. júlí - Fyrsta sjálfvirka gervihjartað var grætt í Robert Tools í Bandaríkjunum.
- 7. júlí - Uppþotin í Bradford hófust eftir að félagar í National Front stungu mann af asískum uppruna utan við krá í Bradford.
- 16. júlí - Bandaríska alríkislögreglan handtók Dmítrí Skljarov fyrir meint brot gegn Digital Millennium Copyright Act.
- 18. júlí - 60 vagna járnbrautarlest fór út af teinunum í göngum í Baltimore í Bandaríkjunum. Eldur kviknaði og stóð í marga daga og varð til þess að miðborg Baltimore lokaðist.
- 19. júlí - Breski stjórnmálamaðurinn Jeffrey Archer var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að bera ljúgvitni.
- 20. júlí - Japanska teiknimyndin Chihiro og álögin var frumsýnd.
- 20. júlí - Gríðarleg mótmæli áttu sér stað þegar fundur 8 helstu iðnríkja heims hófst í Genúa á Ítalíu. Einn mótmælandi, Carlo Giuliani, var skotinn til bana af lögreglumanni.
- 23. júlí - Málamiðlunartillaga til að bjarga Kýótóbókuninni var samþykkt á loftslagsráðstefnu í Bonn.
- 23. júlí - Þing Indónesíu setti forsetann Abdurrahman Wahid af vegna vanhæfni og spillingar.
- 24. júlí - Tamíltígrar réðust á Bandaranaike-flugvöll.
- 24. júlí - Simeon Saxe-Coburg-Gotha, síðasti keisari Búlgaríu, varð 48. forsætisráðherra landsins.
- 25. júlí - Veitingastaðurinn Friðrik V var stofnaður á Akureyri.
- 25. júlí - „Ræningjadrottningin“ Phoolan Devi var myrt í Nýju-Delí.
- 25. júlí - Rauð rigning féll í Kerala á Indlandi.
- 28. júlí - Alejandro Toledo varð forseti Perú.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst - Dómari við hæstarétt Alabama lét setja upp minnismerki um boðorðin tíu í dómshúsinu sem leiddi til málshöfðunar um að fjarlægja það.
- 2. ágúst - Alþjóðadómstóllinn í Hag dæmdi Radislav Krstic í 46 ára fangelsi fyrir fjöldamorðin í Srebrenica.
- 3. ágúst- 5. ágúst - Fyrsti Innipúkinn fer fram, tónlistarhátíð í Reykjavík.
- 6. ágúst - Eldsvoðinn í Erwadi: 28 geðsjúklingar sem voru hlekkjaðir fastir létu lífið þegar eldur kom upp í trúarstofnun í Tamil Nadu.
- 9. ágúst - Palestínumaður réðist á Sbarro-veitingastað í Jerúsalem og myrti 15 manns.
- 10. ágúst - Skæruliðar UNITA réðust á járnbrautarlest í Angóla og myrtu 252 farþega.
- 13. ágúst - Ohrid-samkomulagið var undirritað af albönskum uppreisnarmönnum og stjórnvöldum í Makedóníu.
- 18. ágúst - Leikhópurinn Vesturport var stofnaður með uppsetningu á leikritinu Diskópakk (Disco Pigs) eftir Enda Walsh á horni Vesturgötu og Norðurstígs í Gamla Vesturbænum.
- 25. ágúst - Bandaríska söngkonan Aaliyah og átta aðrir létust þegar yfirhlaðin flugvél þeirra hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bahamaeyjum.
- 25. ágúst - Hákon krónprins Noregs gekk að eiga Mette-Marit Tjessem Høiby í Oslóardómkirkju.
- 26. ágúst - Norska flutningaskipið Tampa bjargaði 438 flóttamönnum við Jólaeyju í Kyrrahafi.
- 27. ágúst - Forsætisráðherra Ástralíu John Howard neitaði flutningaskipinu Tampa um leyfi til að leggja að höfn.
- 30. ágúst - Aðskilnaðarsinnar frá Bougainville undirrituðu friðarsamkomulag við ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu.
- 31. ágúst - Heimsráðstefna gegn kynþáttahyggju hófst í Durban í Suður-Afríku.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 3. september - Norðurírskir sambandssinnar hófu mótmæli við kaþólskan stúlknaskóla í Belfast.
- 4. september - Skemmtigarðurinn Tokyo DisneySea var opnaður í Japan.
- 5. september - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin The Amazing Race hóf göngu sína.
- 9. september - Leiðtogi afganska Norðurbandalagsins, Ahmad Shah Massoud, var myrtur af sjálfsmorðssprengjumanni.
- 9. september - 68 dóu úr metanóleitrun í Pärnu í Eistlandi.
- 10. september - Antônio da Costa Santos, borgarstjóri Campinas í Brasilíu, var myrtur.
- 11. september - Hryðjuverkin 11. september 2001 í Bandaríkjunum: Al-Kaída rændi fjórum farþegaþotum og flaug á byggingar í New York og Virginíu. 2973 létu lífið í árásunum.
- 12. september - Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu einróma að grípa til 5. greinar stofnsáttmálans í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum, sem kveður á um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll.
- 12. september - Ástralska flugvélagið Ansett Australia fór í stöðvun.
- 12. september - Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna árásanna 11. september.
- 13. september - Borgaralegt flug hófst aftur í Bandaríkjunum eftir árásirnar 11. september.
- 17. september - Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunnar varð á fyrsta viðskiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. september.
- 18. september - Miltisbrandsárásirnar 2001: Bréf með miltisbrandsgróum voru send til sjónvarpsfréttastofanna ABC News, CBS News, NBC News og dagblaðanna New York Post og National Enquirer.
- 20. september - George W. Bush lýsti yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ í ávarpi til Bandaríkjaþings.
- 21. september - Góðgerðatónleikarnir America: A Tribute to Heroes voru sendir út af 35 sjónvarpsstöðvum.
- 27. september - Blóðbaðið í Zug: Friedrich Leibacher myrti 14 og framdi síðan sjálfsmorð í Zug í Sviss.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Skæruliðar réðust á þinghúsið í Srinagar í Kasmír og myrtu 38.
- 1. október - Mikil sprenging varð í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Eldur kom upp en engan sakaði. Talið er að skammhlaup í gömlum rafmagnstöflum hafi valdið sprengingunni.
- 1. október - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnuð við Háskóla Íslands.
- 2. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Nýgræðingar hóf göngu sína á NBC.
- 2. október - Svissneska flugfélagið Swissair hætti öllu flugi.
- 4. október - 78 létust þegar Siberia Airlines flug 1812 fórst á leið frá Tel Aviv til Novosibirsk.
- 7. október - Stríðið í Afganistan: Bandaríkin réðust inn í Afganistan.
- 8. október - Arnold Schwarzenegger var kosinn ríkisstjóri Kaliforníu.
- 8. október - Linate-slysið: 118 létust þegar tvær flugvélar rákust saman yfir Linate-flugvelli í Mílanó.
- 9. október - Sjónvarpsþáttaröðin Sjálfstætt fólk hóf göngu sína á Stöð 2.
- 9. október - Miltisbrandsárásirnar 2001: Önnur bréfasending með miltisbrandi var send af stað.
- 10. október - Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð í Kópavogi.
- 11. október - Polaroid Corporation sótti um gjaldþrotaskipti.
- 16. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Smallville hóf göngu sína á The WB.
- 17. október - Ferðamálaráðherra Ísraels Rehavam Ze'evi var myrtur í hryðjuverkaárás.
- 19. október - SIEV X: Bátur með 421 flóttamann um borð fórst um 70 km sunnan við Jövu. Yfir 300 manns drukknuðu.
- 23. október - Tímabundni írski lýðveldisherinn hóf að afvopnast.
- 25. október - Microsoft sendi frá sér stýrikerfið Windows XP.
- 26. október - George W. Bush undirritaði Patriot-lögin.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. nóvember - Glocal Forum um borgarsamstarf var stofnað.
- 4. nóvember - Breska kvikmyndin Harry Potter og viskusteinninn var frumsýnd.
- 4. nóvember - Fellibylurinn Michelle gekk yfir Kúbu og olli miklu tjóni.
- 7. nóvember - Belgíska flugfélagið Sabena varð gjaldþrota.
- 10. nóvember - Alþýðulýðveldið Kína gerðist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.
- 10. nóvember - Apple Inc. setti tónlistarspilarann iPod á markað.
- 10. nóvember - Yfir 900 manns létust í aurskriðum í Alsír.
- 11. nóvember - Kvikmyndin Mávahlátur var valin besta íslenska kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.
- 11. nóvember - Blaðamennirnir Pierre Billaud, Johanne Sutton og Volker Handloik létust í árás á bílalest sem þeir ferðuðust með í Afganistan.
- 12. nóvember - 260 létust þegar American Airlines flug 587 hrapaði í Queens í New York.
- 12. nóvember - Stríðið í Afganistan: Her Talíbana hörfaði frá Kabúl.
- 12. nóvember - Ein af elstu kirkjum Svíþjóðar, gamla kirkjan í Södra Råda, brann.
- 13. nóvember - Doha-viðræðurnar á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar hófust.
- 23. nóvember - Netglæpasáttmálinn var undirritaður í Búdapest.
- 27. nóvember - Lofthjúpur úr vetni var uppgötvaður með Hubble-geimsjónaukanum á plánetunni Ósíris.
- 27. nóvember - Anders Fogh Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 30. nóvember - Bandaríski raðmorðinginn Gary Ridgway var handtekinn.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- Desember - Alþjóðanefnd um íhlutun og fullveldi ríkja gaf út skýrslu um verndarábyrgð.
- 2. desember - Bandaríska orkufyrirtækið Enron óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 2. desember - Kreppan mikla í Argentínu: Ríkisstjórn Argentínu frysti allar innistæður í 12 mánuði sem leiddi til uppþota.
- 10. desember - Nýsjálenska kvikmyndin Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins var frumsýnd.
- 13. desember - Fimm hryðjuverkamenn réðust á indverska þinghúsið og skutu þar níu til bana.
- 14. desember - Bandaríska kvikmyndin The Royal Tenenbaums var frumsýnd.
- 14. desember - Bandaríska kvikmyndin Vanilla Sky var frumsýnd.
- 15. desember - Skakki turninn í Písa var opnaður almenningi eftir 11 ára viðgerðir.
- 18. desember - Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá olíufélögunum fjórum: Ker hf. (áður Olíufélagið hf.), Olíuverzlun Íslands hf., Skeljungur hf. og Bensínorkan ehf. sem leiddi að dómsmáli um samráð olíufélaganna.
- 19. desember - Metlofþrýstingur, 1085,6 hektópasköl, mældist í Mongólíu.
- 21. desember - Ný kvikmyndalög tóku gildi á Íslandi og Kvikmyndamiðstöð Íslands var stofnuð.
- 21. desember - Ríkisstjórn Argentínu lýsti yfir gjaldfalli.
- 22. desember - Borgaraleg starfstjórn undir forsæti Hamid Karzai tók við völdum í Afganistan.
- 22. desember - Richard Reid reyndi að kveikja í American Airlines flugi 63 með sprengiefni sem hann hafði falið í skóm sínum.
- 29. desember - 291 lést í eldsvoða í Mesa Redonda-verslunarmiðstöðinni í Líma, Perú.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Sænsk-norska hljómsveitin Kikki, Bettan & Lotta var stofnuð.
- Frumtöluskítandi björninn birtist fyrst á Internetinu.
- Iglesia del Pueblo Guanche var stofnuð á Kanaríeyjum.
- Bandarísku samtökin Creative Commons voru stofnuð.
- Sænski sjónvarpsþátturinn Doktor Mugg hóf göngu sína á TV4.
- Bandaríska hljómsveitin The Killers var stofnuð.
- Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Hallveig, var stofnuð.
- Hugtakið BRIC-lönd var fyrst notað af hagfræðingnum Jim O'Neill.
- Sænska hljómsveitin The Tough Alliance var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin The Postal Service var stofnuð.
- Sænska hljómveitin Lo-Fi-Fnk var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin Audioslave var stofnuð.
- Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance var stofnuð.
- Norska hljómsveitin Wig Wam var stofnuð.
- Þýska hljómsveitin Wir sind Helden var stofnuð.
- Áslandsskóli hóf starfsemi í Hafnarfirði.
- Íslenska fjárfestingafyrirtækið Exista var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 19. ágúst - Guðjón Ernir Hrafnkelsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1. október - Mason Greenwood, enskur knattspyrnumaður.
- 12. desember - Gústi B, íslenskur tónlistarmaður.
- 15. desember - Diljá, íslensk tónlistarkona.
- 18. desember - Billie Eilish, bandarísk tónlistarkona.
- 30. desember - Daniil, íslenskur rappari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 5. janúar - G.E.M. Anscombe, enskur heimspekingur (f. 1919).
- 7. febrúar - Dale Evans, bandarískur rithöfundur, tónlistarkona og kvikmyndastjarna (f. 1912).
- 8. febrúar - Ivo Caprino, norskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1920).
- 24. febrúar - Claude Shannon, bandarískur stærðfræðingur (f. 1916).
- 13. mars - Henry Lee Lucas, bandarískur raðmorðingi (f. 1936).
- 1. apríl - Jalil Zandi, íranskur flugmaður (f. 1951).
- 15. apríl - Jörundur Þorsteinsson, knattspyrnudómari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1924).
- 7. maí - Joseph Greenberg, bandarískur málfræðingur (f. 1915).
- 11. maí - Douglas Adams, breskur rithöfundur (f. 1952).
- 1. júní - Birendra, konungur Nepals (f. 1945).
- 4. júní - Dipendra konungur Nepals (f. 1971).
- 11. júní - Timothy McVeigh, bandarískur fjöldamorðingi (f. 1968).
- 27. júní - Tove Jansson, finnskur rithöfundur (f. 1914).
- 27. júní - Jack Lemmon, bandarískur leikari (f. 1925).
- 14. október - David Lewis, bandarískur heimspekingur (f. 1941).
- 9. nóvember - Giovanni Leone, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1908).
- 26. nóvember - Gísli Jónsson, íslenskufræðingur (f. 1925).
- 29. nóvember - George Harrison, breskur gítarleikari (f. 1943).
- Eðlisfræði - Eric A Cornell, Wolfgang Ketterle, Carl E Wieman
- Efnafræði - William S. Knowles, Ryoji Noyori, K. Barry Sharpless
- Læknisfræði - Leland H. Hartwell, R. Timothy Hunt, Paul M. Nurse
- Bókmenntir - V.S. Naipaul
- Friðarverðlaun - Sameinuðu Þjóðirnar, Kofi Annan
- Hagfræði - George A. Akerlof, A. Michael Spence, Joseph E. Stiglitz