„Always Remember Us This Way“ Gefin út: 4. janúar 2019
„I'll Never Love Again“ Gefin út: 27. maí 2019
A Star Is Born er hljómplatan fyrir samnefnda kvikmynd frá árinu 2018, sem leikarar myndarinnar, Lady Gaga og Bradley Cooper, sungu inn á. Platan var gefin út 5. október 2018 af Interscope.[1] Cooper vann DJ White Shadow, sem hefur áður unnið með Gaga, og ýmsum kántrítónlistarmönnum, þar á meðal Lukas Nelson, sem einnig leikur í myndinni sem meðlimur í hljómsveit Jackson Maine, persónu Cooper. Jason Isbell, Mark Ronson, Diane Warren og Andrew Wyatt úr Miike Snow lögðu einng sitt af mörkum við gerð tónlistarinnar.
Platan er popp- og blúsrokkplata sem inniheldur lög sem fjalla um ástina og erfiðleika hennar. Platan hefur verið náð efsta sæti vinsældarlista í meira en 20 löndum og fengið gull- og platínuviðurkenningu í mörgum þeirra, en platan hefur selst í yfir sex milljónum eintaka um allan heim til og með júní 2019.[2] Lagið „Shallow“ var gefið út sem aðalsmáskífa plötunnar þann 27. september 2018, en lögin „Always Remember Us This Way“ og „I'll Never Love Again“ voru einnig gefin út sem smáskífur í nokkrum löndum.[3][4]
A Star Is Born var tilnefnd til sjö Grammy-verðlauna. Hún vann verðlaun fyrir Best Pop Duo/Group Performance og Best Song Written for Visual Media fyrir lagið „Shallow“ árið 2019. Ári síðar, 2020, vann hún verðlaun fyrir Best Compilation Soundtrack for Visual Media og önnur verðlaun fyrir Best Song Writed for Visual Media fyrir lagið „I'll Never Love Again (Film Version)“. Hún vann einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatónlistina á 72. British Academy Film Awards. Á aðeins rúmlega ári tókst hljómplötunni að verða 33. stærsta plata áratugarins á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum.