Fara í innihald

Borgarskipulag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
París var umbreytt á milli áranna 1850 og 1870 í gegnum stórfellt borgarskipulag Georges-Eugène Haussmann verkfræðings. Línurnar tákna nýjar götur sem urðu til í í kjölfar umbreytingarinnar.

Borgarskipulag á við meðvitaða stjórn og skipulag á útþenslu borgar eða þéttbýlis. Slík borgarskipulagning spannar allt frá hönnun torga og gatna til skipulagningar heillar borgar. Hún felur í sér meðal annars arkitektúr, uppbyggingu samgöngu- og fjarskiptakerfa, greiningu umhverfis, loftslags og landslags, og mannlega þætti.

Fyrsta fræðiritið á íslensku um skipulagsmál, Um skipulag bæja, var skrifuð af Guðmundi Hannessyni lækni og gefið út 1916. Bókin var endurútgefin árið 2017 ásamt aldarspegli, fimm ritgerðum um verk Hannesar. „Um skipulag bæja - Aldarspegill“.

Á Íslandi er skipulag gert í samræmi við skipulagslög sem taka bæði til þéttbýlis og dreifbýlis auk óbyggða. Skipulagsstigin eru eftirfarandi:

  1. Landsskipulag
  2. Svæðisskipulag
  3. Aðalskipulag
  4. Deiliskipulag
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.