Fara í innihald

Hornmosar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hornmosar
Hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk.)
Hverahnýfill (Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk.)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Undirríki: Mosar (Bryophytes)
Fylking: Hornmosar (Anthocerotophyta)
Stotler et Stotl.-Crand.
Flokkur

Sjá grein.

Lífsferill hornmosa

Hornmosar (fræðiheiti Anthocerotophyta) er skipting mosa.

Kynliður óreglulega sepótt eða kvíslgreint þal sem myndar stundum flatar, stjörnulaga plöntur. Engin vefjaskipting í þali. Frumur eru ekki með grænukornum en í þeirra stað er hver fruma með einni stórri, grænni plötu. Engir olíudropar. Þal er oft með holum sem eru ýmist fyllt af slími eða bláþörungum. Á neðra borði eru oft varafrumur og þær geta einnig verið á efra borði, Rætlingar sléttir, gerðir úr einni frumu. Ffjóhirslur myndast í holum í yfirborði þals. Egghirslur myndast stakar í efra borði þals.

Gróliður sívalur, stundum stuttur en stundum langur og nær langt upp úr kynliðnum. Gróliður skiptist í fót og gróhirslu. Fóturinn er inni í þalinu og er nálægt því að vera kúlulaga. Gróhirslustilkur er enginn. Milli fótar og gróhirslu er vaxtarlag. Elsti hluti gróhirslunnar er efst en yngsti hlutinn neðst. Gróhirslan heldur áfram að vaxa að neðan þótt hún hafi opnast að ofan. Gróhirsluveggur stundum með varafrumum. í gróhirsluveggnum eru grænar frumur, með tveim grænum plötum. í gróhirslunni er oftast vel afmörkuð miðsúla. Hún nær ekki fram í enda gróhirslu og er því laus frá gróhirsluveggnum. í grórýminu myndast gró og gormfrumur. Gormfrumurnar eru mismunandi og óreglulegar, oft eru þær gerðar úr fleiri en einni frumu. Gormar eru oftast vanþroskaðir eða jafnvel engir. Fullþroskuð gróhirsla er langlíf og getur staðið vikum saman. Gróhirslan opnast með því að klofna smám saman ofan frá í tvær ræmur. Gróhirslan byrjar að klofna rétt neðan við gróhirsluendann og ræmurnar hanga lengi saman fremst.

Til hornmosa teljast 2 flokkar með samtals allt að 5 ættbálkum og 5 ættum[1][1][2]:

Í öllum heiminum er talið, að tegundir soppamosa séu 140, sem tilheyra um 14 ættkvíslir[3][4]

Tegundir á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er aðeins til ein tegund hornmosa[5]:

  • Phaeoceros carolinianus (Michx) Prosk. — Hverahnýfill

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Duff, R. Joel; Juan Carlos Villarreal; D. Christine Cargill; Karen S. Renzaglia (2007). „Progress and challenges toward a phylogeny and classification of the hornworts“. The Bryologist. 110 (2): 214–243. doi:10.1639/0007-2745(2007)110[214:PACTDA]2.0.CO;2.
  2. Villareal, J. C.; Cargill, D. C.; Hagborg, A.; Söderström, L.; Renzaglia, K. S. (2010). „A synthesis of hornwort diversity: Patterns, causes and future work“ (pdf). Phytotaxa. 9: 150–166.
  3. Stotler, Raymond E.; Barbara J. Candall-Stotler (1977). „A checklist of the liverworts and hornworts of North America“. The Bryologist. American Bryological and Lichenological Society. 80 (3): 405–428. doi:10.2307/3242017. JSTOR 3242017.
  4. Sadava, David; David M. Hillis; H. Craig Heller; May Berenbaum (2009). Life: The Science of Biology (9th. útgáfa). New York: W. H. Freeman. bls. 599. ISBN 1429246448.
  5. Bergþór Jöhannsson — Íslenskir mosar: Skrár og viðbætur [1]
  • Bergþór Jöhannsson 2003. Íslenskir mosar: Skrár og viðbætur. 138 s.
  • Bergþór Jóhannsson 1999. Íslenskir mosar. Hornmosar og 14 ættir soppmosa. 108 s.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.