Karen Silkwood
Útlit
Karen Gay Silkwood (19. febrúar 1946 – 13. nóvember 1974) var bandarískur efnasérfræðingur og baráttumaður í verkalýðshreyfingu. Hún er þekkt fyrir að hafa vakið athygli á heilsufars og öryggismálum starfsfólks í kjarnorkuveri.
Dularfullur dauðdagi hennar varð til þess að höfðað var mál á hendur efnafyrirtækinu Kerr-McGee en hún vann í Kerr-McGee Cimarron Fuel Fabrication Site nálægt Crescent í Oklahoma fylki.
Gerð var kvikmyndin Silkwood árið 1983 um líf hennar og baráttu og lék Meryl Streep Karen Gay.