Twenty One Pilots
Twenty One Pilots | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Columbus, Ohio, BNA |
Ár | 2009–í dag |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | |
Meðlimir | |
Fyrri meðlimir |
|
Vefsíða | twentyonepilots |
Twenty One Pilots (stílað sem twenty øne piløts) er bandarísk hljómsveit frá Columbus, Ohio. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 af söngvaranum Tyler Joseph ásamt Nick Thomas og Chris Salih, sem seinna hættu í henni árið 2011. Síðan þá hefur hún samanstaðið af Joseph og trommaranum Josh Dun. Tvíeykið er best þekkt fyrir lögin „Stressed Out“, „Ride“ og „Heathens“. Sveitin hlaut Grammy verðlaun í flokknum besti poppflutningur tvíeykis/hóps árið 2017 fyrir „Stressed Out“.
Gefnar voru út breiðskífurnar Twenty One Pilots (2009) og Regional at Best (2011) á eigin vegum, áður en skrifað var undir hljómplötusamning hjá Fueled by Ramen árið 2012. Þriðja breiðskífan, Vessel, var síðan gefin út árið eftir. Fjórða platan þeirra, Blurryface, var gefin út árið 2015 og naut hún mikilla vinsælda. Hún varð fyrsta breiðskífan til að innihalda lög sem hafa öll verið gull viðurkenndar af RIAA.[1] Smáskífan „Heathens“ var síðan gefin út fyrir myndina Suicide Squad og náði öðru sæti á Billboard Hot 100. Eftir að hafa tekið sér árs hlé, gaf hljómsveitin út fimmtu breiðskífuna, Trench, árið 2018. Sjötta platan, Scaled and Icy, var gefin út árið 2021.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Twenty One Pilots (2009)
- Regional at Best (2011)
- Vessel (2013)
- Blurryface (2015)
- Trench (2018)
- Scaled and Icy (2021)
- Clancy (2024)
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Three Songs (2012)
- Migraine (2013)
- Holding on to You (2013)
- Quiet is Violent (2014)
- The LC LP (2015)
- Double Sided (2016)
- TOPxMM (The Mutemath Sessions) (2016)
- Triplet EP (2018)
- Location Sessions (2021)
Tónleikaplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Spotify Sessions (2013)
- Blurryface Live (2016)
- Scaled and Icy (Livestream Version) (2021)
- MTV Unplugged (2023)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Twenty One Pilots' 'Blurryface' Earns Unrivaled Gold & Platinum Achievement: First Album In Digital Era With Every Song RIAA Certified“. Recording Industry Association of America. 1. mars 2018. Afrit af uppruna á 28. desember 2020. Sótt 1. mars 2018.